EÐLI3HB05 - Hreyfing, bylgjur og varmafræði.

gaslögmálið, hringhreyfing, sveiflur og bylgjur, varmafræði, þyngdarlögmálið

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI2HA05 og STÆR3CC05. Æskilegt að STÆR3DB05 sé lokið eða tekinn samhliða.
Þetta er framhaldsáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut þar sem hreyfifræðin og aflfræðin færð út í tvær víddir. Auk þess er farið í ástandsjöfnu kjörgass, varmafræði, hringhreyfingu, þyngdarlögmálið sveiflur og bylgjur. Áhersla er lögð á að nemendur haldi áfram að þróa með sér og viðhalda góðum vinnubrögðum við verkefnavinnu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Ástandsjöfnu kjörgass og lögmálum tengdum henni, óreiðuorku og hitakvörðum.
  • varma, varmarýmd, eðlisvarma, fasaskiptum og varmamælum.
  • hreyfingu í fleti, lögun kastferils, skriðþunga og árekstrum í fleti, hreinghreyfingu, tregðulögmálinu og viðmiðunarkerfum.
  • lögmálum keplers, þyngdarlögmáli newtons og hringhreyfingu í þyngdarsviði.
  • einfaldri sveifluhreyfingu og hugtökum tengdum henni, orku í sveifluhreyfingu og einföldum pendúl.
  • bylgjum og hugtökum tengdum þeim, samliðun og endurvarpi bylgna, staðbylgjum, hljóðbylgjum, eðlisfræðilegum hljóðstyrk, skynstyrk, dopplerhrifum og bylgjum í fleti.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota lögmál og hugtök námsefnisins á réttan hátt við úrlausn verkefna.
  • framkvæma verklegar æfingar og skrá og túlka mæliniðurstöður af nákæmni.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir notagildi eðlisfræðinnar og tengslum hennar við aðrar greinar og daglegt líf.
  • beita skipulögðum aðferðum við úrlausn verkefna, geta rökstutt aðferðirnar og túlkað niðurstöðurnar með hugtökum og lögmálum námsefnisins.
Nánari upplýsingar á námskrá.is