VINU2FH02 - Undirbúningur fyrir starfsþjálfun í hestamennsku, fyrri hluti

Fyrri hluti

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: HEST1GR05, REIM1GR05
Meginviðfangsefni áfangans er að undirbúa nemendur fyrir starfsþjálfunaráfangann VINH2FH10. Nemendum er kennt að fylla út vinnuskýrslur um unna verkþætti, fylla út gátlista um heilbrigði hesta, t.d. fóðurástand, holdafar, ástand fóta og járninga á hrossum. Einnig er farið yfir gerð dagbókar. Farið er í helstu verkþætti á hestahalds.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu verkþáttum starfsnema á starfsnámsstað
  • viðteknum starfsaðferðum og vinnulagi sem nýst getur í hestamennsku
  • starfs- og ábyrgðarsviði starfsnema á starfsnámsstað
  • hirðingu og fóðrun hrossa
  • mismunandi vinnuaðferðum, nálgun við þjálfun hesta
  • mati á andlegu og líkamlegu heilbrigði hrossa
  • grunnþjálfun hesta
  • hringteymingum og vinnu við hönd
  • markvissum vinnubrögðum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag á vinnustað.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fylgja leiðbeinandi verklagsreglum á vinnustað
Nánari upplýsingar á námskrá.is