UMHV2ÓS05 - Umhverfisfræði sjávar - lífríki, mengun, dagbækur

ógnir við lífríki sjávar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Nám í þessum áfanga á að veita nemendum almenna fræðslu um utanaðkomandi ógnir við lífríki sjávar, þau áhrif sem útgerð skipa hefur eða getur haft á umhverfisþætti og þær reglur sem settar hafa verið í þeim tilgangi að draga úr þeim áhrifum. Nemendur kynnast þeim þáttum sem stuðla að eða geta valdið mengun eða breytingum á umhverfisþáttum og þeim afleiðingum sem þær breytingar kunna að hafa á lífríki sjávar. Almennt skal fjallað um mengun lofthjúps og áhrif hennar á veðurfar og hafstrauma en einnig áhrif mengunar á líkríki sjávar, svo sem á örverumyndanir í fjörðum og flóum sem geta valdið súrefnisþurrð í sjó. Jafnframt er fjallað um þær hættur sem lífríki sjávar stafar af mengun frá skipum og þau lög og reglur sem þar um gilda um mengunarvarnir ásamt því að fjalla um einstök mengunaratvik, orsakir þeirra og viðbrögð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu tegundum mengunar sjávar og uppruna þeirrar mengunar
  • ákvæðum alþjóðasamþykktar til að koma í veg fyrir mengun sjávar, marpol
  • einstökum köflum marpol samþykktarinnar, gildissviði þeirra og efni
  • ákvæðum íslenskra laga um varnir gegna mengun hafs og stranda
  • reglum um olíumengun frá skipum og þeim ráðstöfunum sem gera skal til að koma í veg fyrir mengun
  • takmörkunum á notkun tiltekinna eldsneytistegunda við siglingu skipa á tilteknum hafsvæðum
  • reglum um tilkynningar til stjórnvalda, íslenskra sem erlendra, við mengunarslys eða óhapp
  • notkun ósoneyðandi efna, þeim reglum sem gilda um slík efni og hvernig skuli með þau fara
  • alþjóðareglum um sjókjölfestuskipti í hafi, um gildissvið og um farmkvæmd þeirra ákvæða
  • efnum sem notuð eru í skipum og geta verið hættuleg séu þau ekki notuð með réttum hætti
  • viðbragðsáætlunum við mengunaróhöppum, sopep, og efni þeirra

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja þeim reglum sem gilda um mengandi efni frá skipum
  • gera viðeigandi ráðstafanir vegna förgunar efna og til að koma í veg fyrir mengun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stjórna skipi og vinnslu með lágmarks mengun fyrir umhverfið
  • halda olíudagbók
  • halda sorpdagbók
Nánari upplýsingar á námskrá.is