GRTE1FÚ05 - Grunnteikning

Flatarteikning, fallmyndun, útflatningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í flatarteikningu og rúmteikningu. Í flatarteikningu læra nemendur um að skipta línum og hornum með bogaskurði, um þríhyrninga og flatarmál með teikningu margvíslegra flatarmynda. Nemendur læra að þekkja helstu form hluta eins og strendinga, strýtur, sívalninga og keilur. Í rúmteikningu læra nemendur að teikna fallmyndir út frá mismunandi sjónarhornum, um sniðskorna hluti og að fletja út yfirborð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum í faltar- og rúmteikningu.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipa línum með bogaskurði og geð flatar og útflatningsmynda.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • teikna bæði tví- og þrívíðar myndir til að tjá sig
Nánari upplýsingar á námskrá.is