HÚSA3HU09(FB) - Timburhús 1 Gólf– og veggjargrind

Klæðning, einangrun, gluggar, hurðir

Einingafjöldi: 9
Þrep: 3
Forkröfur: GLÚT2HH08, INNK3HH05 og INRE2HH08
Í áfanganum er kennd smíði staðbyggðra timburhúsa með áherslu á undirstöður, burðar- og milliveggi. Farið er í klæðningu, einangrun, uppsetningu glugga, hurða, stiga og innréttinga auk almenns frágangs. Meðal þess sem tekið er fyrir er útfærsla einstakra byggingarhluta, efnisval og staðsetning á stoðum og hvernir á að koma fyrir einangrun og rakavörn. Áfanginn er að mestu verklegur þar sem nemendur fá þjálfun í almennum verkþáttum húsasmíða eins og meðferð áhalda og tækja, notkun smíðisfestinga, yfirborðsmeðferð, öryggis- og gæðamálum m.m. Áfanginn er á námsbraut í húsasmíði og lögð er áhersla á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna með öðrum í hóp.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • uppbyggingu berandi timburveggja
 • smíði gólf- og hæðaskila í timburhúsi
 • uppbyggingu eldvarnarhólfa
 • stífingu timburhúsa
 • yfirborðsmeðferð smíðaviðar
 • mismunandi undirstöðum fyrir timburhús
 • algengum útfærslum á undirstöðum (úr steini og tré)
 • festingum gólfvirkis við sökkul- eða súluundirstöður
 • stífingu og afréttingu gólfbita
 • stífingum á grindarveggjum, staðsetningu stoða og festingar
 • algengustu útfærslum á loftræstum timburklæðningum á útveggi
 • uppsetningu á vindvörn og klæðningagrind og reglur um loftun
 • frágangi á borðaklæðningum í kringum veggop og á hornum og brúnum
 • uppsetningu lagnagrindar og afréttingu hennar
 • gólfklæðningum á gólfbita með tréborðum og gólfplötum
 • yfirborðsmeðferð timburs
 • hvernig á að smíða og setja upp verkpalla og fallvarnir
 • smíði steypumóta fyrir stiga
 • eiginleikum og notkunarsviði algengra burðar- og klæðningakerfa
 • mismunandi festingakerfum og afréttingu þeirra
 • áhöldum og tækjum sem notuð eru við uppsetningu grindar og klæðningar
 • muninum á hefðbundnum steypumótum og flekamótum
 • smíði hefðbundinna steypumóta fyrir einstaka byggingarhluta

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • smíða gólfvirki og hæðaskil með hliðsjón af kröfum um styrkleika, einangrun og eldvarnir
 • greina algengar útfærslur á undirstöðum úr steini og tré
 • greina helstu aðferðir og efni til að verja tré gegn fúa og veðrun
 • ganga frá hurðum og gluggum í timburhús
 • velja áhöld og tæki til uppsetningar á grind og klæðningu
 • klæða og velja heppileg verkfæri með mismunandi innanhússklæðningum á gólf, veggi og loft

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • taka tréundirstöður í rétta hæð fyrir dregara og stífa af
 • smíða létta innveggi og berandi útveggi úr tré
 • smíða létta innveggi og berandi útveggi með hliðsjón af kröfum um styrkleika, einangrun og eldvarnir
 • smíða þakvirki úr timbri og klæða með algengustu efnum
 • smíða þakvirki og klæða í samræmi við kröfur um styrkleika, einangrun og eldvarnir
 • klæða útveggi með liggjandi og standandi timburklæðningu
 • klæða útveggi með borðaklæðningu í samræmi við kröfur um styrkleika, einangrun og eldvarnir
 • einangra og klæða gólf og veggi innanhúss
 • koma einangrun fyrir og ganga frá rakavarnarlagi
 • setja upp útihurðir og glugga, glerja og ganga frá bæði að utan og innan
 • stilla af karma og festa með tilheyrandi þéttingum
 • glerja og ganga frá með tilheyrandi listum, áfellum og gereftum
 • setja upp innréttingar og tréstiga og ganga frá listum í kverkar m.m.
 • koma fyrir gluggum, hurðum og öðrum íhlutum í steypumót
Nánari upplýsingar á námskrá.is