STAÞ3MS20(AV) - Starfsþjálfun vélvirkja 4

Starfsþjálfun málm- og véltæknigreina

Einingafjöldi: 20
Þrep: 3
Forkröfur: STAÞ2VS20
Áfanginn felur í sér starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandinn beitir þeirri þekkingu og hæfni sem hann hefur aflað sér í námi. Kröfur í starfsþjálfun aukast stig af stigi. Á 3. þrepi er dregið úr aðstoð eins og mögulegt er, nemandi vinnur nú sjálfstætt en tilsögn veitt þegar um er beðið. Á 3. þrepi hefur nemandi þekkingu á verksviðum fagsins, hann beitir áhöldum og notar efni sem snerta fagið af öryggi. Hann vinnur með viðurkenndu verklagi samkvæmt öryggisreglum og fylgir hönnunargögnum. Hann getur unnið samkvæmt gæðakröfum og metið eigin verk og annarra.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • verksviðum fagsins.
  • öryggis- og umhverfisatriðum sem snerta fagið.
  • gæðakröfum sem snerta fagið.
  • efnum og áhöldum sem tilheyra faginu.
  • upplýsingaöflun sem viðkemur faginu og nýtist við þróun í starfi.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja hönnunargögnum.
  • vinna í samræmi við gildi og stefnu vinnustaðar.
  • vinna með hliðsjón af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi.
  • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
  • beita fjölbreyttum aðferðum til að ná markmiðum í starfi.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt að verkefnum sem tilheyra faginu.
  • vinna hratt og af nákvæmni.
  • meta eigin verk og annarra.
  • nota áhöld og tæki og sinna viðhaldi á þeim.
  • beita sér rétt við vinnu.
  • sýna þjónustulund og góða umgengni og umhirðu á vinnustað.
  • fylgjast með nýjungum innan fagsins og vaxa í starfi.
Nánari upplýsingar á námskrá.is