LÖGF3LM05 - Lýðræði og mannréttindi

Lýðræði og mannréttindi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Forkröfur eru að nemendur hafi lokið 2. þreps áfanga í félagsfræði eða félagsvísindum.
Í áfanganum LÖGF3LM05 - Lýðræði og mannréttindi verða mannréttindi sem birtast m.a. í stjórnarskrá Íslands skoðuð m.t.t. umræðu í nútímanum um mannréttindi og meint brot á þeim gagnvart ýmsum hópum og einstaklingum á Íslandi. Áhersla er á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Undanfari LÖGF3LM05 er að hafa lokið 2. þreps áfanga í félagsfræði eða félagsvísindum. Áfanginn nýtist sem val á 3. þrepi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallarhugtökum sem tengjast lýðræði, jafnrétti og mannréttindum
  • þróun mannréttinda í heiminum
  • tilgangi réttindabaráttu ýmissa valdra minnihlutahópa, s.s. fatlaðra, hinsegin og kynsegin fólks
  • mikilvægi þess að hafa áhrif og geta beitt sér í samfélaginu
  • tengslum mannréttinda nútímans við hugmyndir upplýsingaaldar
  • helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að
  • orðræðu samtímans um mannréttindi og lýðræði vítt og breitt um heiminn

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita ýmsum hugtökum sem tengjast jafnrétti, lýðræði og mannréttindum
  • greina hvenær réttindi fólks eru brotin
  • lesa fræðilega texta á íslensku og ensku um efni áfangans
  • nota veraldarvefinn og bókasafn til að afla sér dýpri fræðilegrar þekkingar á ýmsum efnisþáttum áfangans
  • ræða og rita um lýðræðis- og mannréttindamál af víðsýni og kunnáttu
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum við öflun heimilda og úrvinnslu þeirra
  • miðla þekkingu sinni um efni áfangans til annarra með fjölbreyttum hætti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á upplýsingar um brot á réttindum fólks og viðbrögð samfélagsins við því
  • sýna ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
  • taka þátt í rökræðum og skoðanaskiptum við aðra um samfélagsleg málefni af fordómaleysi og víðsýni
  • skilja betur samfélag sitt og geta sett sig í spor annarra sem búa við lakari kjör
  • sýna þroskaða siðferðisvitund og virðingu í samskiptum við aðra og gagnvart samfélaginu
Nánari upplýsingar á námskrá.is