Jónas Hallgrímsson
Nágranninn góði frá Öxnadalnum
Jónas Hallgrímsson
Nágranninn góði frá Öxnadalnum

Í tilefni dags ísenskrar tungu bauð kennarafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra KFNV starfsmönnum skólans upp á heimatilbúin menningaratriði og kaffiveitingar frá Bakaríi Sauðárkróks á kaffistofu bóknámshúss.

Ágúst Ingi Ágústsson, sögukennari, átti veg og vanda að viðburðinum og naut dyggrar aðstoðar Guðbjargar Einarsdóttur, félagsfræðikennara, og Þorgerðar Ásdísar Jóhannsdóttur, íslenskukennara, en þau þrjú skipa stjórn KFNV. Þorgerður, formaður kennarafélagsins, bauð starfsfólk velkomið og flutti stutt erindi um skáldið og vísindamanninn sem dagurinn er tileinkaður og lauk ummælum sínum með tilvísun í verk skáldsins – um blómin á jörðu og blómin í brjóstum okkar. Ágúst tók síðan við keflinu, las kafla úr ævisögu Jónasar, lýsingu á kveðjuhófi sem Íslendingar í Kaupmannahöfn héldu Halldóri Einarssyni 27. júní 1835. Í þessu samkvæmi dró Jónas fram úr pússi sínu Vísur Íslendinga sem þá voru sungnar í fyrsta skipti. Allar götur síðan hafa Íslendingar sungið þetta ljóð á þjóðlegum mannamótum eins og til að mynda þorrablótum og öðrum skemmtunum. Menningaratriðum þessum lauk svo með fjöldasöng kennara á 2 erindum úr Vísum Íslendinga undir stjórn Ágústs Inga.