Freyja Lubina Friðriksdóttir, fyrrum nemandi skólans, keppti fyrir Íslands hönd í húsasmíði og var verkefnið að þessu sinni smíði á húsgrind með ýmsum úrtökum og sniðum sem framkvæma átti á 18 klukkustundum. Aðstæður í keppni sem þessari eru afar krefjandi og krefjast mikillar einbeitingar, nákvæmni og skipulags. Freyja stóð sig með stakri prýði á keppninni, lauk verkefninu innan tímaramma og hlaut 662 euroskills stig. Skólinn óskar Freyju innilega til hamingju með afar glæislega frammistöðu og þakkar starfsfmönnum skólans sem sinnt kennslu, þjálfun og leiðbeiningum innilega fyrir sín störf í þágu verkefnisins.