Frá vinstri: Snædís Katrín Konráðsdóttir, Emma Katrín Helgadóttir og Daníel Smári Sveinsson
Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur FNV undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Eftir úrtökupróf í byrjun september hófu sex nemendur nám í Gettu betur áfanga og hafa æft af kappi tvisvar í viku alla önnina.
Um miðjan nóvember kusu nemendur áfangans þá þrjá fulltrúa sem keppa fyrir hönd FNV í sjálfri Gettu betur keppninni á komandi ári.
Þau eru, Daníel Smári Sveinsson, Emma Katrín Helgadóttir og Snædís Katrín Konráðsdóttir.
Auk þeirra hafa Ingimar Eyberg Ingólfsson, Lára Sigurðardóttir og Páll Pálmason tekið þátt í æfingum á haustönn. Hópurinn mun áfram funda og æfa saman út önnina til undirbúnings fyrir fyrstu keppnina sem fer fram í byrjun næsta árs.
Við óskum liðinu góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með!