Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Brautin er 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs.

Námið skiptist í þrennt; þriðjungur þess er bóklegt og aðrar einingar eru starfsnám og vinnustaðanám. Bóklegu áfangarnir verða kenndir í kvöldskóla og er stefnt að því að byrja fyrsta áfangann í október.

Nánari upplýsingar koma á heimasíðu skólans um miðjan ágúst.