Mynd með frétt
Mynd með frétt

Þann 27. mars síðastliðinn samþykkti skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra  persónuverndaryfirlýsingu skólans. Persónuverndaryfirlýsinguna má finna hér.

Í persónuverndaryfirlýsingunni má finna ýmis hagnýt atriði er varða persónuverndarmál skólans.  Meðal annars hvaða persónuupplýsingum skólinn safnar um einstaklinga vegna starfsemi sinnar og í hvaða tilgangi. Þar má einnig finna upplýsingar um aðra viðtakendur upplýsinganna og hvað skólinn geymir þær lengi. Auk þess má finna upplýsingar um á hvaða grundvelli skólinn safnar persónuupplýsingum, hvaða réttinda einstaklingar njóta og fleiri mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Hafi einstaklingar frekari spurningar varðandi persónuverndarmál FNV geta þeir ávallt haft samband við Lee Ann Maginnis, persónuverndarfulltrúa FNV á netfangið personuvernd@fnv.is eða lee@fnv.is.