Heimsókn ráðherra
Heimsókn ráðherra

Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson, heimsótti Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði, en ráðherra heimsækir alla framhaldsskóla landsins um þessar mundir. Ráðherra fékk kynningu á skólanum og heimsótti bæði bóknáms- og verknámshús. Nemendur tóku vel á móti ráðherra og kynntu honum þau verkefni sem þeir takast á við í sínu námi. 

Að lokinni kynningu á skólanum var fundur á sal þar sem kynntar voru fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.