Mynd með frétt
Mynd með frétt

Próftímabilið hefst 7. desember og lýkur með sjúkraprófum 17. desember. Próftöflu haustannar er að finna hér: próftafla H20

Lokaprófin eru flest rafræn, en á því eru nokkrar undantekningar eins og fram kemur í próftöflunni.

Undantekningarnar felast í því að þeir áfangar sem kenndir hafa verið í staðnámi undanfarnar vikur verða einnig með próf á staðnum.
Öll önnur próf í próftöflu taka nemendur rafrænt, þ.e. heiman frá.
Próftími er 90 mínútur.
Nánari upplýsingar varðandi prófahald veita kennarar viðkomandi áfanga.

Prófsýning verður ekki með hefðbundnu sniði 18. desember. Nemendur geta óskað eftir því að sjá prófin sín í gegnum fjarfund við kennara kl. 9:00 – 10:00.

Leiðbeiningar til nemenda vegna rafrænna prófa.

  1. Gætið tímanlega að því að tölva og tengingar séu í lagi. Komi í ljós að tenging virkar ekki í upphafi prófs er oftast hægt að tengja síma við tölvuna sem hotspot.
  2. Gangið úr skugga um að þið verðið ekki fyrir truflun í prófinu.
  3. Komi upp tæknivandamál í rafrænu prófi á að koma boðum tafarlaust til viðkomandi kennara með símtali. Sé það ekki gert verður prófúrlausnin metin eins og henni var skilað.

Reglur um rafræn próf.

  1. Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs.
  2. Próftími er 90 mínútur.
  3. Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er.
  4. Gæta þarf tímanlega að því að tölva og tengingar séu í lagi. Komi í ljós að tenging virkar ekki í upphafi prófs er oftast hægt að tengja síma við tölvuna sem hotspot.
  5. Komi upp tæknivandamál í rafrænu prófi á að koma boðum tafarlaust til viðkomandi kennara með símtali. Sé það ekki gert verður prófúrlausnin metin eins og henni var skilað.
  6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu viðkomandi prófs eða verkefnis.
  7. Sjúkrapróf verða staðpróf ef aðstæður leyfa.