Töluverð röskun verður á starfsemi skólans þennan dag eins og skilja má. Gera má ráð fyrir að stór hluti kennara leggi niður störf, mest konur og kvár sem fara í verkfall, en auk þess má gera ráð fyrir að karlkyns kennarar sem eru t.d. með ung börn þurfi frá að hverfa til að sinna þeim, enda verður starfsemi grunn- og leikskóla verulega skert þennan dag.
FNV styður að sjálfsögðu jafnt starfsfólk sem nemendur í að taka þátt í þessum baráttudegi. Við hvetjum konur og kvár til að mæta á samstöðufund hér í FNV kl. 14 á morgun og frá kl. 15 verður streymt frá samstöðufundi á Arnarhóli.
Nemendur eru ekki í verkfalli og mæta því í skólann. En þeir mega búast við að stór hluti kennara verði í verkfalli, bæði konur og þeir karlar sem þurfa að sinna fjölskyldu og heimili meðan konur eru í verkfalli. Sumir kennarar láta vita að tími falli niður, aðrir ekki svo nemendur þurfa að fylgjast með.
Kennsla fellur niður hjá konum og kvár frá kl. 14.
Hér má finna nánari upplýsingar um verkfallið: https://kvennafri.is/