ÍÞST2AÐ03 - Aðstoðarþjálfun 1

aðstoðarþjálfun, æfingaáætlun, íþróttakennsla

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: ÍÞRF2ÞJ05
Þessi áfangi er hugsaður sem undirbúningur fyrir starf í íþrótta- eða frístundaskóla fyrir börn á aldrinum 4-12 ára eða í íþróttastarfi/frístundastarfi hjá íþróttafélögum, fyrir sama aldurshóp. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun í samráði við íþróttaþjálfara/kennara. Hann mun síðan þjálfa/kenna með íþróttakennara eða þjálfara. Æfingaáætlun og kennsla er metin í lok æfingakennslutímabils. Miðað er við 40-50 klukkustunda vinnu nemanda undir stjórn þjálfara yfir eina önn.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kennslu og þjálfun barna og unglinga á aldrinum 4-12 ára
  • helstu forsendum áætlanagerðar í íþróttum
  • hlutverki íþróttaþjálfara sem fyrirmyndar barna og unglinga

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • kenna börnum og unglingum grunntækni í ýmsum íþróttagreinum
  • kynna nýja leiki og æfingar fyrir æfingahóp barna og unglinga
  • hafa jákvæð og örvandi samskipti við skjólstæðinga sína

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kenna börnum og unglingum ýmsa leiki og grunnæfingar í íþróttum undir stjórn íþróttakennara/þjálfara
  • halda uppi góðum aga og virkni í sínum æfingahópi
  • nýta sér upplýsingatækni við skipulagningu þjálfunar sinna æfingahópa í samráði við íþróttakennara/þjálfara
Nánari upplýsingar á námskrá.is