Afhending vinnufatnaðar og öryggisbúnaðar

Frá afhendingu vinnufatnaðar og öryggisbúnaðar
Frá afhendingu vinnufatnaðar og öryggisbúnaðar

Öryggismál eru stór hluti af náminu í verknámsdeildum FNV og nemendur þurfa að tileinka sér að setja öryggið alltaf á oddinn.

Miðvikudaginn 2. nóvember var formleg afhending þar sem nemendur á fyrsta ári í tréiðnadeild, málmiðnadeild og rafiðnadeild fengu vinnuföt og öryggisbúnað. FNV er fyrsti verknámsskóli landsins sem stendur fyrir slíku verkefni fyrir allar verknámsdeildir skólans. 
Nemendur, kennarar og styrktaraðilar voru viðstaddir afhendinguna.
Ingileif Oddsdóttir skólameistari gerði grein fyrir verkefninu og þakkaði styrkaraðilum fyrir veglegan stuðning.  Þórhallur Matthíasson, sölufulltrúi Haga ehf., lýsti aðkomu Byko og Haga að verkefninu.

Byko og Hagi styrkja verkefnið á landsvísu, líkt og undanfarin ár.
Styrkaraðilar auk Byko, Haga og skólans eru:
K-Tak styrkir tréiðnadeild, FISK Seafood og Kjarninn KS styrkja málmiðnadeild, Átak og Tengill styrkja rafiðnadeild.

Mikil ánægja er meðal nemenda og starfsfólks skólans með verkefnið.
Skólinn færir styrktaraðilum bestu þakkir.