Frá og með vorönn 2026 gilda uppfærðar reglur um mætingu nemenda, en raunmæting þarf að vera að lágmarki 80% í hverjum áfanga.
Allar fjarvistir telja með í mætingu óháð ástæðu, þar á meðal veikindi, læknisheimsóknir, frí og aðrar tilfallandi fjarvistir. Svigrúm vegna fjarvista miðast því við 20% af kennslu á önn, sem samsvarar um þremur vikum í hverjum 5 eininga áfanga.
Fjarvist umfram 20% jafngildir úrsögn úr áfanga.
Skólastjórnendur geta þó heimilað að fjarvistir séu felldar niður að hluta eða öllu leyti í sérstökum tilvikum, svo sem vegna námsferða á vegum skólans, keppnisferða, starfa fyrir nemendafélag FNV með sérstöku leyfi, eða þátttöku í landsliðs- og íþróttastarfi með staðfestingu viðkomandi íþróttafélags/sambands.
Ef appelsínugul viðvörun er í gildi er nemendum í sjálfsvald sett hvort þeir mæta í skólann eða kjósa að vera heima og geta slíkar fjarvistir verið felldar niður.
Nemendur og foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar vel og hafa samband við skólastjórnendur ef spurningar vakna.
Skólasóknarreglur