- Skólinn
- Skólanámskrá
- Skólinn
- Útgefið efni
- Foreldrar og forráðamenn
- Námið
- Þjónusta
- Fjarnám
- Innritun
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætti Tækniskólanum í Reykjavík í fyrstu viðureign Gettu betur þriðjudagskvöldið 11. janúar. Fyrirfram þótti Tækniskólinn sigurstranglegri enda náð langt í keppninni undanfarin ár. Hins vegar reyndist keppni skólanna mikil rimma þar sem Tækniskólinn leiddi með 13 stigum gegn 8 stigum FNV eftir hraðaspurningar. Báðir skólar svöruðu fimm bjölluspurningum rétt og endaði því viðureignin 23-18 fyrir Tækniskólann.
Þrátt fyrir tapið er liðið komið áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið. Mótherjinn í annarri umferð verður Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og fer viðureignin fram mánudaginn 17. janúar.
Áfram FNV!