- Skólinn
- Skólanámskrá
- Skólinn
- Útgefið efni
- Foreldrar og forráðamenn
- Námið
- Stúdentsbrautir
- Iðnnámsbrautir
- Starfsnámsbrautir
- Ítarefni
- Íþróttaakademía
- Starfsbraut
- Dreifnám
- Helgarnám í iðngreinum
- Þjónusta
- Fjarnám
- Innritun
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ áttust við í 16-liða úrslitum í Gettu betur mánudagskvöldið 16. janúar. FG voru skarpari í hraðaspurningunum og leiddu keppnina 16-8 að þeim loknum. Lið FNV tók við sér í bjölluspurningunum og unnu þann hluta keppninnar með tíu stigum gegn sex stigum FG. Keppnin endaði því með 22-18 sigri Garðbæinga og þátttöku FNV í Gettu betur því lokið þennan veturinn. Óskum við Fjölbrautaskólanum í Garðabæ til hamingju með sigurinn og góðs gengis í næstu umferð.
Lið FNV getur gengið stolt frá borði enda verið skólanum og öðru æskufólki til fyrirmyndar. Þeir nemendur sem taka þátt í Gettu betur leggja mikið á sig þar sem æfingar sem hefjast í upphafi skólaárs fara yfirleitt fram eftir skólatíma, jafnvel á kvöldin og um helgar. Auk keppnisliðsins sem þau Óskar Aron Stefánsson, Íris Helga Aradóttir og Alexander Viktor Jóhannesson skipuðu voru í æfingahóp þau Ásta Aliya Friðriksdóttir, Dagný Sara Viðarsdóttir og Bernado Tino Haensel Andrésson.