Staðkennsla og grímuskylda í byrjun vorannar

Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir
Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa sóttvarnayfirvöld opnað fyrir staðkennslu í framhaldsskólum. Þetta þýðir að nemendur mæta í kennslustundir í húsnæði skólans eins og var fyrir tilkomu COVID-19. Um leið verður kennslu á Teams hætt nema á dreifnámsstöðvum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Fram til 12. janúar verður grímuskylda í kennslustundum og á göngum skólans. Eftir þann tíma verður þetta ákvæði endurskoðað í ljósi aðstæðna. Þetta fyrirkomulag verður viðhaft þar til sóttvarnayfirvöld ákveða annað.