Auglýsing fyrir valáfanga
Auglýsing fyrir valáfanga

Meðal valáfanga í boði á haustönn 2023 eru:

FABL2FA02 Fablab grunnur

Fatalímmiðar

Farið yfir ferlið frá hugmynd í framkvæmd, bæði handteiknaðar myndir og tölvuteiknaðar. Lögð áhersla á marglitaðar myndir, stuðst við teikniforritið Inkscape. Gerum t.d. bol eða tösku.

Laser

Farið yfir möguleika þess að nota laser fyrir ýmis konar efni s.s. við, leður, gler og pappísr, stuðst við teikniforritið Inkscape. Gerum t.d. glas eða lyklakippu.

CNC Timbeurfræsari

Farið yfir möguleika þess að nota tölvustýrðan fræsara til vinnslu fyrir t.d. timbur. Gefur yfirsýn yfir hvað þarf til framkvæmdar og hvernig búnaðurinn virkar. Gerum t.d. skurðarbretti.

3D og konfektmolar

Farið yfir hvernig við getum nýtt okkur 3D skanna og vaccum vél, stuðst verður við teikniforritið Inkscape. Munum læra að gera mót fyrir m.a. konfektmola.

FÉLA3AB05 Afbrotafræði

  • Af hverju myrti Ted Bundy yfir 30 ungar konur?
  • Af hverju eru meiri líkur á að verslun sé rænd að vetri en sumri?
  • Geta konur líka framið glæpi?
  • Draga dauðarefsingar úr glæpum?

Svörin við þessu og svo mörgu fleiru finnur þú í afbrotafræði.

Á haustönn 2023 verður í boði afbrotafræði sem er áfangi í félagsfræði þar sem fjallað er um afbrot í víðu samhengi. Leitað er svara við því hvað veldur afbrotum, hvað einkennir ólíkar tegundir glæpa, hvað fær fólk til að fremja afbrot og hvernig best er að refsa afbrotamönnum fyrir glæpi sína.

Komdu með í afbrotafræði og vertu eins og gangandi Netflix docuseries um afbrot!

FORR2PH05 Forritun í Python

ÍSLE3ÞM05 Þjóðsögur og menning

Í þessum áfanga verður farið í grunnþætti þjóðfræða. Greinin er kynnt og farið yfir hvað einkennir hana og hver eru þau lykilhugtök sem tengjast efninu um leið og ólíkir þættir menningarinnar eru kynntir (t.d. sögur, hátíðir, leikir, dansar, hlutir, hópar, texti, hegðun, munnleg geymd, ólíkar tegundir flutnings). Íslenskir þjóðhættir eru skoðaðir. Lesnar þjóðsögur og farið yfir kenningar þjóðsagnafræða. Hversdagsmenning nútíðar og fortíðar er skoðuð og áhrif hennar á tungumál og lífshætti. Rýnt er í nútímann með augum þjóðlífsfræða og metið hvernig hægt er að nota ólíka miðla og texta til að koma merkingu á framfæri á ólíka vegu. Farið yfir aðferðafræði og siðferðileg álitaefni við söfnun þjóðfræðiefnis.

Textilhönnun endurnýting (4 ein) - hvernig getum við tekið textil og endurnýtt í eitthvað nýtt og spennandi.

  • ertu skapandi og langar að vinna með textil?
  • áttu fatnað/textil sem þú ert hætt/ur að nota og langar að búa til eitthvað nýtt og spennandi?
  • ertu hlynnt/ur að minnka sóun og endurnýta?

Komdu og vertu með í Textilhönnun og fáðu útrás fyrir sköpun og endurnýtingu í textil.

Skráning á fnv@fnv.is eða á skrifstofu skólans.

Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val.

Val í dagskóla og helgarnámi fyrir haustönn 2023 fer fram dagana 1. til 8. mars í INNU.

Leiðbeiningar fyrir val eru á www.fnv.is/is/namid/itarefni/leidbeiningar-fyrir-val