Laufey Leifsdóttir ráðin aðstoðarskólameistari FNV

Laufey Leifsdóttir
Laufey Leifsdóttir

Laufey Leifsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og tekur til starfa þann 1. ágúst nk.

Laufey hefur lokið M.Ed.-gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri með framhaldsskólastig sem kjörsvið, sem og BA-prófi í íslensku. Laufey hefur lengst af starfað sem ritstjóri og er með mikla og góða reynslu af verkefnastjórnun og almennri ritstjórn, þá sérstaklega vinnslu námsefnis fyrir framhaldsskóla og orðabóka. Laufey hefur einnig sinnt íslenskukennslu við FNV en þar hefur hún starfað sem afleysingarkennari með hléum undanfarin 7 ár.

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra býður Laufeyju hjartanlega velkomna til starfa.