Skólahald hefst á nýju ári mánudaginn 5. janúar kl. 13:10 en skrifstofa skólans opnar kl. 8 sama dag.
Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu fyrr um morguninn og þar gefst kostur á að gera töflubreytingar.
Hægt verður að fá aðstoð og leiðbeiningar við töflubreytingaóskir fyrir hádegi á skrifstofu skólans.
Heimavist skólans opnar sunnudaginn 4. janúar kl. 12:00, fyrir þá nemendur sem þar dvelja.
Fjarnám hefst fimmtudaginn 8. janúar. Jafnframt verður fyrsta helgarlota iðnnema haldin dagana 9.–11. janúar.
Við hlökkum til að taka á móti nemendum og óskum öllum góðs gengis á komandi önn.