LÍFS1FL02 - Fjármálalæsi

Fjármálalæsi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Markmið áfangans er að opna augu nemenda fyrir gildi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur. Í áfanganum er stefnt að því að gera nemendur meðvitaða um fjármál, peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi. Farið verður í laun og frádrátt og hvert hann fer. Einnig verður farið í rekstur heimilis og bíls og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar sem nemendur þurfa að takast á hendur. Heimilisbókhald með notkun töflureiknis og mikilvægi þess að halda utan um tekjur og gjöld verða einnig tekin fyrir. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði verða til umfjöllunar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • einföldum fjármálum daglegs lífs
  • lestri launaseðla og annarra fjármálatengdra skjala
  • tilgangi skatts og annars frádráttar
  • rekstri heimilis og bifreiðar
  • helstu þáttum sem snerta gildi, kröfur, réttindi og skyldur á vinnumarkaði
  • ákvarða hvaða útgjöld eru nauðsynleg og hvar má draga saman
  • lánum, sparnaði, greiðslukortum, vöxtum, gengi, veði, ábyrgð o.fl.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna gróflega útborgun launa eftir skatt
  • afla sér upplýsinga til nauðsynlegra útreikninga
  • halda einfalt heimilisbókhald
  • gera sér grein fyrir eigin fjárhag og útgjöldum
  • skipuleggja, taka réttar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin fjármálum og neyslumynstri
  • byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja tilgang skatta og gjalda og hvernig þeir nýtast okkur
  • halda heimilisbókhald og skilja samhengi tekna og útgjalda
  • skipuleggja fjármál sín með hagsýni
  • takast á hendur skuldbindingar og sýna ábyrgð í fjármálum
  • vita hvaða réttindi og skyldur hann hefur þegar komið er út á vinnumarkaðinn
Nánari upplýsingar á námskrá.is