IÐNT3MT07 - Iðnteikning málmiðna

Iðnteikning málmiðna

Einingafjöldi: 7
Þrep: 3
Forkröfur: TÖLT2AC05
Þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla og málmsmíðateikningar. Nemendur verði færir um að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Þeir geta teiknað og útfært smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • stöðlum sem gilda um teikningagerð
 • táknum og merkingum á teikningum, þ.e. hvaða upplýsingar þær hafa að geyma
 • þeim mælikvörðum sem algengir eru í smíða- og lagnateikningum
 • strikagerðum og strikaþykktum á teikningum og merkingum þeirra
 • reglur um málsetningar teikninga og notkun teiknileturs
 • framsetningu varpa og sniða
 • skástrikunum
 • samsetningateikningum
 • merkingu vinnslumerkinga, málvika, suðufúga og suðutákna
 • grundvallareglum við gerð útflatninga
 • grundvallareglum við gerð ísometrískra teikninga og kerfismynda
 • gerð samsettra teikninga og íhlutalista þeirra

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • velja stærð teiknipappírs, staðsetja teikningu, ákvarða hæfilega mælikvarða og aðra uppsetningu, setja inn nauðsynleg snið og málsetja teikningu svo að hún sé nothæf til að smíða eftir
 • teikna stöðluð form fyrir staðlaða íhluti samkvæmt upplýsingum framleiðenda (legur, pakkningar, tannhjól o.s.frv.)
 • teikna útflatninga af sívalingum, strendingum, píramídum og breytistykkjum úr sívölu í rétthyrnt
 • teikna ísómetrískar teikningar af vélahlutum og kerfismyndir
 • gera efnis- og tækjalista eftir teikningum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • lesa og teikna almennar teikningar sem gerðar eru eftir gildandi stöðlum um teikningar og notaðar eru í starfi vélstjóra við greiningu bilana og viðhald
Nánari upplýsingar á námskrá.is