ENSK1KV04 - Enska með áherslu á kvikmyndir

kvikmyndaáfangi

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með ensku í gegnum kvikmyndir af ýmsu tagi. Áhersla verður á að nemendur horfi á kvikmyndir og vinni jafnt og þétt upp úr þeim ýmis verkefni. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hver boðskapurinn í viðeigandi kvikmynd er. Nemendur taka niður orð og þýða eftir hvert áhorf, vinna ýmis verkefni upp úr söguþræðinum og setja íslenskan texta við enskar myndir.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • söguþræði og innhaldi þeirrar kvikmyndar sem tekin er fyrir hverju sinni
  • að oft má tengja saman áhugamál og nám
  • sköpun í formi leik,- tón- og sönglistar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að átta sig á atburðarrás kvikmynda
  • virða mismunandi kvikmyndasmekk
  • Átta sig á mismunandi formi kvikmynda
  • taka þátt í umræðum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðum um kvikmyndir
  • efla orðaforða sinn
  • Átta sig á að margar kvikmyndir hafa ákveðinn boðskap
  • að spyrja spurninga og hlusta á aðra
  • að láta skoðanir sínar í ljós
  • Átta sig á kostum þess að vera vel læs á enska tungu
Nánari upplýsingar á námskrá.is