LÍFS1KF05 - Lífsleikni með áherslu á kynfræðslu

Kynfræðsla

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á kynfræðslu í þeim tilgangi að nemendur viti hvað felst í kynheilbrigði og að þeir öðlist jákvæðan skilning á kynlífi og öðlist hæfni til að viðhalda eigin kynheilbrigði. Stuðlað verður að því að nemendur læri að taka ábyrgar ákvarðanir á líðandi stundu og í framtíðinni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vexti og þroska líkamans
  • hugtökum um líkamshluta og kynlíf
  • að sjónarhorn allra er jafn mikilvægt
  • mikilvægi kynheilbrigðis
  • algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Íhuga og kanna eigið viðhorf til kynlífs
  • tjá skoðanir sínar
  • Þekkja eigin líkama
  • eiga viðeigandi samskipti, sem einkennast af virðingu, við einstaklinga af báðum kynjum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • auka sjálfstæði sitt og trú á sjálfum sér
  • láta skoðanir sínar í ljós
  • vera meðvitaður um að kynferðisleg tjáning getur verið mismunandi
Nánari upplýsingar á námskrá.is