JARÐ2JS05 - Jarðsaga

jarðsaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um sögu jarðar, tímabil hennar og hvað einkennir. Sérstök áhersla verður lögð á jarðsögu Íslands, myndun og mótun lands fyrir og á ísöld. Áfanginn byggir að miklu leyti á verklegum æfingum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • helstu tímabilum jarðsögunnar
  • • þróun lífs á jörðu
  • • þeim ferlum sem mótað hafa jörðina
  • • jarðsögu Íslands

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • lesa fræðilegan texta í jarðfræði á íslensku og ensku
  • • notfæra sér jarðfræðikort
  • • afla upplýsinga um jarðfræðileg fyrirbæri

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • yfirfæra fræðin á umhverfi sitt
  • • lesa og túlka landslag með tilliti til aldurs
  • • tjá og miðla jarðfræðilegum upplýsingum á fjölbreyttan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is