LOKH3HB05 - Lokaverkefni í hestamennsku

Hestabraut

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HEST3ÞG03, REIM3ÞG05, ÍSLE3HR05 Einungis nemendur sem komnir eru að námslokum fá að sitja áfangann
Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu. Áfanginn gefur möguleika á þverfaglegu samstarfi. Gert er ráð fyrir að nemandinn velji efni tengt hestabraut. Nemandinn fær kennslu í helstu aðferðum rannsókna og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang verkefna, þ.m.t. heimildavinnu. Krafist er vitsmunalegrar og verklegrar leikni til að vinna verkefnið og ætlast er til að nemandinn öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, að nemandinn læri að setja skoðanir sínar fram á faglegan hátt og taki ábyrgð á eigin námi. Nemendur skila fullunnu lokaverkefni og kynna viðfangsefni sín í málstofu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilteknu viðfangsefni sem hann hefur valið sér
  • mikilvægi undirbúnings-, tilrauna- og rannsóknarvinnu til öflunar og úrvinnslu upplýsinga
  • forsendum hugmyndavinnu, framkvæmd og framvindu að fullunnu verki
  • mikilvægi þess að koma vinnu sinni á framfæri og rýna í eigin verk og annarra
  • reglum um höfundarrétt og hugmyndum um rit- eða myndstuld
  • helstu aðferðum við heimildaleit og nauðsyn þess að vanda meðferð heimilda
  • helstu reglum um heimildanotkun rannsóknaraðferðum og þau kerfi sem eru notuð
  • byggingu heimilda- og rannsóknarritgerða og/eða verkefna
  • helstu aðferðum við framsetningu og úrvinnslu gagna í tölvu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla fjölbreyttra heimilda, t.d. skráðra heimilda úr bókum, tímaritum og af netinu eða frumheimilda, ef svo ber undir
  • vinna með og leggja mat á upplýsingar úr heimildum á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt
  • fylgja viðurkenndum reglum við gerð og frágang verkefnis
  • skrifa skýran og greinargóðan texta
  • tjá sig, í ræðu og riti, á gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæft efni
  • temja sér frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
  • útfæra eigin hugmynd að verkefni tengdu eigin sérgrein
  • temja sér sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
  • setja fram vinnuáætlun og greina verkþætti
  • endurmeta framkvæmd verks á öllu vinnuferli
  • kynna eigið verk og taka þátt í sýningu
  • rýna í eigið verk og annarra með uppbyggilegri gagnrýni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera raunhæfa verkáætlun og framfylgja henni
  • setja fram rökstudda rannsóknarspurningu eða efnisyfirlýsingu
  • skrifa lokaritgerð eða gera lokaverkefni samkvæmt viðurkenndum aðferðum
  • geta nýtt sér upplýsingatækni og aðra miðla við hugmyndavinnu
  • vera fær um að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval
  • tileinka sér vinnuferlið frá hugmynd að fullgerðu verki
  • fylgja eftir skipulögðu vinnuferli miðað við tímaþátt, endurmat og framkvæmd verksins
  • sýna frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
  • koma vinnu sinni á framfæri í formi kynningar eða sýningar
  • rýna í eigið verk og rökstyðja niðurstöður bæði munnlega og skriflega á uppbyggilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is