LEIH2HE05 - Leiðbeinandi í hestamennsku

Hestamennska

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er farið í helstu þætti hestatengdar ferðaþjónustu. Nemandinn fær kennslu og æfingu í störfum greinarinnar og lærir að aðstoða fagfólk við að skipuleggja og undirbúa hestaferð. Einnig að leiðbeina byrjendum (börnum og fullorðnum) í hestamennsku. Farið er í öryggismál, samskipti við viðskiptavini og almennar vinnureglur á hestaleigum og reiðskólum. Kennd er skyndihjálp í hestamennsku. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur og gæti verið kenndur í lotum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvaða atriði þarf að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd á hestaferð
  • hvernig aðstoða á fagfólk við reiðkennslu og stjórna byrjendahópum á hestaleigum
  • almennum öryggismálum á hestaleigum og reiðskólum
  • skyndihjálp í hestamennsku og kunna fyrstu hjálp

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hafa öðlast leikni í að undirbúa hestaferð gesta á hestaleigu
  • aðstoða fagfólk við reiðkennslu og stjórna byrjendahópum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta aðstoðað við undirbúining og útfærslu ferða í hestatengdu ferðaþjónustu fyrirtæki
  • getað aðstoðað reiðkennara við kennslu byrjenda í hestamennsku
  • getað notað skyndihjálp og tryggt öryggi gesta ferðaþjónustunnar
Nánari upplýsingar á námskrá.is