RRVV2RA03 - Rafvélar

Rafvélar, mótorar, rafalar, spennubreytar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Nemendur hafi lokið grunndeild rafiðna.
Í þessum áfanga er fjallað um jafnstraums-mótora og rafala, einfasa riðstraums -mótora og -spennubreyta. Tengdar eru ýmsar rafvélar, gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Fjallað er um merkiskilti og upplýsingarit fyrir mismunandi rafvélar og notkun þeirra.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • virkni einfasa rafala, mótora og spenna
  • tengingum á þessum búnaði
  • mælingum á þessum búnaði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengja mismunandi einfasa rafvélar
  • framkvæma mælingar á þeim

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa skýrslur um mismunandi einfasa rafvélar
  • leiðbeina um val á mismunandi einfasa rafvélum við mismunandi aðstæður
Nánari upplýsingar á námskrá.is