MEIS4ÖU02(AV) - Öryggi og umhverfi

Öryggi og umhverfi

Einingafjöldi: 2
Þrep: 4
Nemandi kynnir sér kröfur um öryggi og vinnuvernd eins og þær eru skv. lögum. Nemandi á að öðlast góðan skilning á skyldum verkkaupa og verktaka varðandi vinnuvernd og öryggisþætti. Þekki hlutverk samræmingaraðila á hönnunar- og framkvæmdarstigi og geti unnið að öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir vinnustað þ.m.t. áhættumat fyrir varasama verkþætti. Í áfanganum vinnur nemandi að öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir gefna framkvæmd í sínu fagi og kynnir rökstuddar niðurstöður. Nemanda skal vera ljóst mikilvægi umhverfisverndar og sjálfbærni í starfi sínu og geti sett niður stefnu fyrirtækisins og markmið í þeim málum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skyldum atvinnurekenda og verktaka í vinnuverndarmálum
  • þeim kröfum sem gerðar eru til atvinnurekenda skv. lögum varðandi vinnuumhverfi
  • hlutverki samræmingaraðila á hönnunar- og framkvæmdarstigi
  • mikilvægi öryggis- og heilbrigðisáætlana
  • mikilvægi áhættumats fyrir varasama verkþætti
  • mikilvægi öryggishandbókar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja kröfur og skyldur varðandi vinnuvernd og öryggismál.
  • finna nauðsynlegar þekkingu varðandi vinnuverndar- og öryggismál.
  • finna leiðir til að bæta vinnuumhverfi fyrirtækisins og gera það umhverfisvænna.
  • leita leiða til að auka sjálfbærni fyrirtækisins.
  • miðla þekkingu um vinnu-, öryggis- og umhverfisvernd á vinnustað
  • gera áhættumat.
  • meta árangur af umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hrinda í framkvæmd stefnu í vinnu-, öryggis- og umhverfisvernd innan fyrirtækis og meta framvindu hennar reglulega.
  • geta nýtt þekkingu sína til úrlausna á þáttum er varða vinnu-, öryggis- og umhverfisvernd.
  • geta rökstutt úrlausnir sínar.
  • meta nauðsynlegar forvarnir eftir umfangi verka.
  • þekkja kröfur og skyldur varðandi vinnuvernd og öryggismál.
  • finna nauðsynlegar þekkingu varðandi vinnuverndar- og öryggismál.
  • finna leiðir til að bæta vinnuumhverfi fyrirtækisins og gera það umhverfisvænna.
  • leita leiða til að auka sjálfbærni fyrirtækisins.
  • miðla þekkingu um vinnu-, öryggis- og umhverfisvernd á vinnustað
  • gera áhættumat.
  • meta árangur af umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar á námskrá.is