Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni.


Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum. Stærsti hluti þessara nemenda hefur verið í helgarnámi í húsasmíði en helgarnámið var sett á laggirnar vegna aukinnar eftirspurnar fullorðinna eftir iðnnámi en skólinn býður upp á fjölbreytt iðnnám ásamt hefðbundnum námsleiðum til stúdentsprófs.
Skólameistari ræddi einnig um mikilvægi skólans í samfélaginu, með öflugum framhaldsskóla getur unga fólkið stundað nám í sinni heimabyggð eða sem næst henni en reynslan hefur sýnt að það eykur líkurnar á að unga fólkið festi hér rætur eða snúi heim aftur að loknu framhaldsnámi.

 
Íris Helma Ómarsdóttir, flutti vetrarannál skólans þar sem stiklað var á stóru í starfsemi hans. Þar kom m.a. fram að á haustönn voru 446 nemendur við skólann. Þar af 167 í hreinu fjarnámi. Nemendur á vorönn voru 488. Þá voru starfsmenn 57 á haustönn en 56 á vorönn.
Að loknum vetrarannál fór fram brautskráning og afhending viðurkenninga, sem var í höndum skólameistara. Alls brautskráðust 100 nemendur af eftirtöldum námsbrautum sem hér segir, en alls voru gefin út 102 prófskírteini:

Stúdentsprófsbrautir: 41
Húsasmíði- og húsgagnasmíði: 28
Meistaranám iðnbrauta: 4
Hestabraut: 3
Kvikmyndabraut: 2
Rafvirkjun: 9
Sjúkraliðabraut: 4
Vélvirkjun og vélstjórn: 8
Meistaranám í húsasmíði: 4
Viðbótarnám til stúdentsprófs/Tæknistúdent: 3

Kristel Eir Eiríksdóttir flutti ávarp brautskráðra nemenda, Atli Gunnar Arnórsson flutti ávarp 20 ára brautskráningarnema og Eva Hjörtína Ólafsdóttir fluttir ávarp 30 ár brautskráningarnema.
Að lokum flutti skólameistari brautskráðum nemendum heilræði fyrir lífið, óskaði þeim velfarnaðar og sagði skólanum slitið.


Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:
Björn Magnús Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði á stúdentsprófi frá Efnafræðifélagi Íslands.
Gunnar Ásgrímsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi.
Gunnar Gunnarsson hlaut og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum í húsasmíði.
Hulda Björg Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku á stúdentsprófi.
Ingunn Ingólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur sérgreinum hestabrautar á stúdentsprófi.
Jón Gylfi Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur sérgreinum vélvirkjabrautar og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina.
Karítas Aradóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði á stúdentsprófi. Einnig hlaut hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi hagfræðibrautar.
Kristel Eir Eiríksdóttir hlaut viðurkenningu og þakkir fyrir framúrskarandi störf á vettvangi félagsmála nemenda, forystu fyrir Nemendafélag FNV og alla framgöngu á vettvangi skólans.
Sigurður Hannes Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur i sérgreinum vélstjórnarbrautar B.
Sólveig Birta Eiðsdóttir hlaut viðurkenningu frá Landlæknisembættinu fyrir framlag sitt til heilsueflandi skóla.


Nemendur á sjúkraliðabraut fengu Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu.

Myndir frá útskriftinni má sjá hér hér.