Elísa Gyrðisdóttir gestafyrirlesari í helgarnámi í kvikmyndagerð

Elísa Gyrðisdóttir (Mynd: Hilmar Friðjónsson)
Elísa Gyrðisdóttir (Mynd: Hilmar Friðjónsson)

Nemendur í helgarnámi í kvikmyndagerð í FNV fengu góðan gest til sín í janúarlotunni, sem var Elísa Gyrðisdóttir (Elíassonar, skálds ogfyrrverandi nemanda í FNV), leikkona og framleiðandi.

Elísa er nýlega útskrifuð úr Kvikmyndaskóla Íslands og sagði meðal annars frá undirbúningi og tökum á útskriftarmynd sinni Undiröldu, sem er svört kómedía sem heldur jafnframt varlega utan um viðkvæm málefni. Undiralda var valin besta útskriftarmynd ársins 2023.