Grímunotkun
Grímunotkun

Í ljósi stöðunnar í sóttvarnamálum hefur verið ákveðið að eftirfarandi reglur gildi um grímunotkun í öllu húsnæði skólans þ.á.m. á heimavist frá og með miðvikudeginum 13. janúar.

  1. Þar sem ekki er hægt að fylgja 2ja metra reglunni skulu allir nota andlitsgrímur.  Heimilt er að sleppa notkun á grímum í kennslustofum þar sem hægt er að halda 2ja metra fjarlægð á milli nemenda.  Kennara er heimilt að sleppa notkun á andlitsgrímu geti hann haldið a.m.k. 2ja metra fjarlægð frá nemendum.
  2. Grímuskylda gildir áfram á göngum og í almenningsrýmum.
  3. Í mötuneyti heimavistar skulu allir nota grímur þar til þeir hafa sest til borðs.