Mynd með frétt
Mynd með frétt

Í ljósi fréttaflutnings um helgina vilja stjórnendur skólans árétta að grímunotkun er eingöngu skylda í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig ákvörðun einstakra skóla á höfuðborgarsvæðinu að fara meira með kennslu í fjarnám. Sumir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu munu áfram vera með alla kennslu í húsi.

Mennta- og menningarmálaráðherra telur að höfðu samráði við sóttvarnarlækni ekki ástæðu til að skylda nemendur og starfsfólk skóla á landsbyggðinni til almennrar grímunotkunar.

Við viljum engu að síðu árétta að nemendur virði fjarlægðarmörk, almennar sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir eins og handþvott og sprittun.

Þá viljum við biðja ykkur kæru nemendur um að vera heima ef þið finnið fyrir einhverjum einkennum, hafa samband við heilsugæsluna og fá leiðbeiningar um næstu skref. Sjá eftirfarandi slóð:

https://www.fnv.is/is/skolinn/utgefid-efni/verkferli-vegna-covid-19

Ef aðstæður breytast munu stjórnendur senda út orðsendingu þess efnis.