Sveinspróf í húsasmíði var haldið í FNV dagana 9.–11. janúar. Prófið er bæði bóklegt og verklegt og markar mikilvægan áfanga í námi húsasmiða. Alls tóku 11 nemendur sveinspróf hjá FNV að þessu sinni og er það mikill sómi fyrir bæði nemendur og skólann að sveinspróf í húsasmíði sé haldið innan FNV.
Í verklega hluta prófsins smíðuðu nemendur valmaþak, þar sem reyndi bæði á faglega þekkingu, nákvæmni og verklag. Í aðdraganda prófsins stóð FNV fyrir undirbúningsnámskeiði, sem alls 17 þátttakendur sóttu. Markmið námskeiðsins var að rifja upp lykilatriði, skerpa á þekkingu og undirbúa nemendur sem best fyrir sveinsprófið.
Sveinspróf í húsasmíði er mikilvægur áfangi fyrir nemendur og endurspeglar það metnað FNV til faglegs og vandaðs námsumhverfis.