Sóttvarnir í FNV á haustönn 2020

  1. Einstefna verður sett á í stigum á milli hæða í bóknámshúsi. Þannig er aðeins farið niður stóra stigann í bóknámshúsi og upp stigann í stigagangi í norðurenda. Lyfta í bóknámshúsi er einungis ætluð fyrir hreyfihamlaða nemendur, nemendur á leið á fyrstu hæð bóknámshúss og til vöruflutninga. Nemendur á fyrstu hæð nota stigann til að komast á aðra og þriðju hæð.
  2. Nándarmörk í öllu húsnæði skóla/fræðsluaðila eru minnst 1 metri, s.s. í sameiginlegum rýmum, skrifstofum, mötuneytum, veitingasölu, íþróttahúsum og í bóklegum og verklegum kennslustofum. Jafnframt er þar átt við að nemendum, kennurum og starfsfólki beri að tryggja a.m.k. eins metra bil sín í milli í öllu skólastarfi.
  3. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni, s.s. í verklegri kennslu, listkennslu og klínísku námi skal kennari nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Tryggja þarf rétta notkun andlitsgrímunnar, sbr. 2. mgr. 4. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Nemendur sem það kjósa mæta með eigin andlitsgrímur.
  4. Til að hægt sé að halda nándarmörk þarf að tryggja að of margir nemendur safnist ekki saman í sameiginlegum rýmum. Gangar eru eingöngu ferðarými á milli stofa.
  5. Reglur um bókasöfn gilda á bókasafni skólans.
  6. Reglur um íþróttastarf gilda í íþróttahúsi. Allir íþróttatímar á vegum FNV verða utandyra þar til annað verður ákveðið. Í lok íþróttatíma skulu nemendur á heimavist nota sturtuaðstöðu á sínum herbergjum og nemendur á Sauðárkróki fara í sturtu heima hjá sér ef mögulegt er. 
  7. Nemendur sótthreinsa borð sín og stóla áður en kennslustofur eru yfirgefnar í lok kennslustunda. Sama gildir um kennara sem sótthreinsa kennaraborð, stólt og töflu. Ekki er heimilt að færa til borð og stóla í kennslustofum.
  8. Allar dyr á kennslustofum verða opnar.
  9. Nemendur tréiðnadeildar nota setustofu í tengibyggingu verknámshúss. Aðrir nemendur nota aðstöðu á ganginum.
  10. Kennarar tréiðnadeildar nota skrifstofu tréiðnadeildar fyrir kaffiaðstöðu. Aðrir kennarar og annað starfsfólk notar kaffistofuna í norðurenda verknámshúss.
  11. Nemendur í tréiðnadeild nota inngang á vesturhlið tengibyggingar verknámshúss. Aðrir nemendur nota aðalinngang.
  12. Nemendum verður ekki hleypt úr kennslustofum í 5 mínútna frímínútum, en seinni kennslustundin verður stytt sem því nemur.
  13. Mælst er til að nemendur dvelji ekki í skólahúsnæðinu í eyðum á milli kennslustunda nema þeir eigi um langan veg að fara heim.
  14. Mælst er til að kennarar dvelji sem skemmst í húsnæði skólans utan kennslustunda.
  15. Starfsfólk gæti að 1 metra reglunni á kaffistofum skólans.
  16. Mælst er til að starfsfólk og nemendur setji upp smitrakningarappið.
  17. Brot á þessum reglum getur varðað brottrekstur úr skóla.