Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir
Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir

Skólastarf FNV verður óbreytt út önnina, þ.e. verklegt nám verður í skólanum en bóklegt nám verður áfram á Teams.
Próf í annarlok verða rafræn að undanskildum prófum í sérgreinum rafvirkjunar, sérgreinum málmiðna og vélvirkjunar, sérgreinum hestabrautar og sérgreinum starfsbrautar sem verða staðpróf. Sjá nánar í próftöflu.
Frá og með miðvikudeginum 18. nóvember taka gildi nýjar sóttvarnarreglur fyrir framhaldsskóla landsins. Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í hverju rými verður hækkaður í 25 einstaklinga en blöndun nemenda milli hópa verður ekki leyfð. Þá verður reglan um minnst 2 metra fjarlægð milli fólks áfram í gildi og sé ekki hægt að halda lágmarksfjarlægð ber nemendum og starfsfólki að nota grímur.
Þar sem blöndun nemenda milli hópa er ekki leyfð höfum við tekið þá ákvörðun að skólastarfið verði áfram með sama hætti hjá okkur út þessa önn.
Við biðjum ykkur um að huga vel að nettengingum og búnaði hjá ykkur áður en lokapróf hefjast.