Mynd frá fyrsta starfsári dreifnáms á Hvammstanga
Mynd frá fyrsta starfsári dreifnáms á Hvammstanga

Í dag eru 8 ár liðin frá formlegri opnun dreifnámsins á Hvammstanga. Í fyrsta hópnum voru 20 nemendur, flestir komu beint úr grunnskóla en einnig nemendur sem höfðu tekið hlé frá námi. Alls hafa 102 nemendur verið skráðir til náms í dreifnáminu á Hvammstanga frá opnun þess haustið 2012. Þeir hafa ýmist verið skráðir í fullt nám eða einstaka áfanga til þess að geta haldið áfram bæði verklegu og bóklegu framhaldsnámi. Nemendur í dreifnámi eru svo lánsamir að geta enn mætt í skólann þrátt fyrir yfirstandandi sóttvarnaraðgerðir. Kennsla fer eftir sem áður fram í gegnum netið og Húnaþing vestra brást hratt við með því að auka rýmið sem dreifnámið hefur til notkunar. Ástandið hefur því haft minni áhrif á nemendur í dreifnámi en flesta aðra framhaldsskólanemendur í landinu þó grímuskylda og fjarlægðarmörk séu vissulega krefjandi.