Auglýsing fyrir eldsmíðanámskeið
Auglýsing fyrir eldsmíðanámskeið

Framhaldsskólaáfangi í eldsmíði verður kenndur á haustönn 2020 ef næg þátttaka fæst. Í áfanganum verður farið yfir grunnatriði í eldsmíði þ.á.m. hvernig kveikja á upp i afli, vinnsluaðferðir og tegundir stáls. Nokkrir nytjahlutir verða smíðaðir og farið verður stuttlega yfir sögu eldsmíðinnar. Skráningargjald er kr. 11.500 og efnisgjald er kr. 6.000.

Kennarar eru Björn Sighvatz og Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, kennarar við FNV.

Kennsla fer fram á mánudögum kl. 18:00-21:00. Fyrsti kennsludagur er 28. september, en kennsla fer fram í fjögur skipti. Aðeins 6 nemendur komast að. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Skráning fer fram á skrifstofu skólans, í síma 455-8000 eða á fnv@fnv.is.