Fjölmenni á Starfamessu SSNV í FNV

Starfamessa 2025
Starfamessa 2025

Í gær 20. nóvember hélt SSNV, í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki, metnaðarfulla starfamessu þar sem um 50 fyrirtæki kynntu sig og starfsemi sína fyrir nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Norðurlandi vestra og nemendum FNV. 

Slíkar messur skapa einstakt tækifæri fyrir ungmenni til að:

  • kynna sér ólík störf og atvinnugreinar
  • hitta atvinnulífið augliti til auglitis
  • fá innblástur og svör við spurningum um nám og starfsval
  • sjá hvaða leiðir eru í boði á Norðurlandi vestra og hvernig samfélagið styður við framtíð þeirra

Starfamessur eru haldnar af landshlutasamtökum sveitarfélaga en þær styrkja tengsl skóla og atvinnulífs, auka þekkingu á starfsmöguleikum og hjálpa nemendum að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð sína. Þetta er mikilvægt skref í að efla sjálfbært samfélag og skapa fjölbreytt og öflugt atvinnulíf á svæðinu.