Reglulegt samráðsþing framhaldsskóla á Norðurlandi var haldið í FNV föstudaginn 26. september. Þátttakendur á þinginu komu úr VMA, MA, MTR, FSH, FNV og Laugum og auk þeirra voru gestir frá ME. Umfjöllunarefni fyrri hluta dagsins var gervigreind. Sigríður Halldóra Pálsdóttir, brautarstjóri og kennari í Tækniskólanum, sagði frá spennandi gervigreindaráfanga sem er kenndur í skólanum og Linda Heimisdóttir framkvæmdastjóri Miðeindar ræddi um máltækni og gervigreind og kynnti máltæknitól sem fyrirtækið hefur þróað. Karl Frímannsson og Anna Eyfjörð Eiríksdóttir ræddu áhrif gervigreindar á námsmat og Lára Stefándóttir og Inga Eiríksdóttir hvernig gervigreindartól eru hagnýtt í MTR. Eftir hádegi var starfsfólki skipt upp í faghópa sem nýttu daginn vel í samræður, kynntu sér aðstæður, aðferðir og vinnubrögð og ræddu sameiginlegar áskoranir.

Myndina tók Þorsteinn Hjaltason.