Örviðtal við fyrrum nemanda: Helgi Hrannar Traustason

Helgi Hrannar og fjölskylda
Helgi Hrannar og fjölskylda

Í örviðtölum svara fyrrum nemendur spurningum um lífið í og eftir FNV. Hér situr Helgi Hrannar Traustason fyrir svörum.

Nafn:

Helgi Hrannar Traustason

Búseta:

Hofsós city

Á hvaða braut varstu í FNV?

Ég byrjaði á almennri braut en fór svo á húsasmíðabraut og tók svo viðbótarnám til stúdentsprófs.

Fannst þér námið við FNV hjálpa þér að ná markmiðum þínum?

Markmið mín voru frekar óljós þessum tíma. Markmið hverrar viku var að skemmta sér um helgar, kyssa stelpur og hafa gaman. Langtímamarkmiðið var að verða smiður, námið við FNV hjálpaði við þetta allt saman.

Hvað gerir þú í dag?

Ég kenni húsasmíði í helgarnámi FNV og vinn sjálfstætt sem húsasmiður.

Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um FNV?

Ótrúlega skemmtilegur tími sem ég kann jafnvel enn betur að meta þegar ég horfi til baka.

Hefur þú einhver heilræði til framhaldsskólanema?

Að taka lífinu passlega alvarlega, skemmta sér og mæta í tíma.