Framhaldsskólaáfangi í Fab Lab smiðju verður kenndur á haustönn 2020 ef næg þátttaka fæst. Farið verður yfir þá möguleika sem smiðjan hefur uppá að bjóða. Kynnig á Inkscape, Makercase, Fusion Slicer, Microbit og hvernig hægt er að búa til lífrænt plast. Tilvalið fyrir þá sem vilja skerpa á kunnáttu sinni í Fab Lab eða koma og læra eitthvað nýtt. Skráningargjald er kr. 11.500 og efnisgjald kr. 3.000.

Kennari: Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir.

Kennsla fer fram á mánudögum kl. 17:00-20:00. Fyrsti kennsludagur er 2. nóvember, en kennsla fer fram í fjögur skipti.

Skráning fer fram á skrifstofu skólans, í síma 455-8000 eða á fnv@fnv.is.