Forsendur:

Nemandi skal vera 23 ára að aldri og hafa unnið í byggingarvinnu.

Kennslufyrirkomulag:

Kennt er um helgar og hefst kennsla kl 15.00 á föstudögum og er kennt til kl. 22.00 með hálftíma matarhlé um kl. 19.00. Á laugardögum hefst kennsla kl 08:00 og er kennt til kl. 18.00. Á sunnudögum hefst kennsla kl. 08:00 til 17:00, báða dagana er klukkustundar hádegishlé um kl. 12.00

Námsfyrirkomulag:

Kennt er samkvæmt aðalnámskrá, bæði verkelgar greinar og fagbólklegar greinar í staðlotum.

Aðrar almennar greinar s.s. íslensku, tungumál og stærðfræði þurfa nemendur að taka í hefðbundnu dagskólanámi, í fjarnámi eða hjá símenntunarstöðvum. Í verklegum greinum er skilyrði að nemendur mæti 100%.

Námsgreinar og framvinda:

Á fyrstu önn í húsa-og húsgagnasmíði taka nemendur eftirfarandi fagáfanga TRÉS1HV08, TRÉS1HV08, TRÉS1VÁ05, GRTE1FF05, GRTE2FÚ05, FRVV1FB05 og TTÖ 102, sem eru bæði verklegir og bóklegir áfangar. Þá er nauðsynlegt að nemandi sé búinn að finna meistara sem muni gera námssamning við nemandann.

Nemendur mæti 5 helgar á önninni.

Á annarri önn í húsasmíði fara nemendur í HÚSA3HU09, HÚSA3ÞU09, og EFRÆ1EF05 ásamt fagteikningu TEIK2HS05 og skyndihjálp, fimm helgar

Á þriðju önn fara nemendur í GLÚT2HH08, INNK3HH05 og INRE2HH08, ásamt fagteikningu, TREIK2HH05, fimm helgar.

Á fjórðu önn taka nemendur ÁÆST3SA05, HÚSV3HU05, LOKA3HU08, BYGG2ST05, TRST3HH05 og fagteikning, TEIK3HH05, samtals sex helgar.

Sótt er um með tölvupósti til fnv@fnv.is Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veitir Atli Már Óskarsson í síma 860-2083.