Fimmtudaginn 15. október og föstudaginn 16. október verður miðannarfrí í skólanum. Við hvetjum ykkur til að fara að öllu með gát og virða sóttvarnir í hvívetna þessa daga sem og alla aðra.

Heimavist skólans verður opin þessa daga fyrir þá nemendur sem þess óska og boðið verður upp á hádegismat á fimmtudag og föstudag, en kvöldmatur verður ekki í boði. Hádegismaturinn kostar kr. 1.000.

Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 19. október. Því miður er ekki útlit fyrir að breyting verði alveg á næstunni á fyrirkomulagi kennslu frá því sem hefur verið undanfarið, en vonir standa til að þegar um hægist í COVID-19 faraldrinum verði hægt að taka upp hefðbundna kennslu í öllum námsgreinum skólans.

Starfsfólks skólans óskar ykkur alls hins besta og vonar að þið eigið ánægjulegt miðannarfrí. Við hvetjum ykkur til að láta ekki deigan síga í náminu og halda áfram af fullum krafti þrátt fyrir þær breytingar sem óhjákvæmilega hafa átt sér stað á skólahaldinu.