Þriðjudaginn 6. nóvember verður skemmtistund nemenda og starfsfólks á sal skólans frá kl. 13:10 til 15:00.

Pálmar Ragnarsson verður með fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hans byrjar kl. 13:15. Hann reiknar með að vera í ca. 45 mínútur. Eftir það ætlum við að eiga notalega stund saman. Hellt verður upp á kaffi og vöfflur bakaðar fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Hugsanlega verða skemmtiatriði á sviði.