Framhaldsskólaáfangi í þrívíddarteikningu verður kenndur á haustönn 2020 ef næg þátttaka fæst. Kennd verða undirstöðuatriði þrívíddar forritsins Fusion 360 og möguleikar þess kynntir. Tilvalið fyrir þá sem vilja læra á nýtt forrit eða hafa viljað komast af stað í 3D teikningu. Fusion 360 er frábært forrit sem býður uppá möguleika að teikna í 2D og 3D, álagsprófa og stilla fyrir CAM. Skráningargjald er kr. 11.500.

Kennari: Jón Þór Sigurðsson, verkefnastjóri Fab Lab Akureyri.

Kennsla fer fram á mánudögum kl. 15:00-18:00. Fyrsti kennsludagur er 28. september, en kennsla fer fram í fjögur skipti.

Skráning fer fram á skrifstofu skólans, í síma 455-8000 eða á fnv@fnv.is.